Friday, October 11, 2013

Aumt er ástlaust líf

Það er ómetanlegt að eiga góða að. Ég er svo rosalega heppin að eiga æðislega fjölskyldu sem ég elska svo mikið og er óendalega þakklát fyrir að eiga. Ef það væri ekki nóg þá á ég líka bestu vini í heimi. Það er auðvelt að gleyma því í amstri dagsins að láta þetta fólk vita hversu mikið við elskum þau og hversu miklu máli þau skipta okkur. Oft áttum við okkur ekki á því hversu sjaldan við segjum "Ég elska þig" við fólkið okkar fyrr enn það hefur hvatt okkur.

Í dag hefði yndislega amman mín orðið 84 ára. Hún dó 21. janúar 2013 og ég sakna hennar á hverjum degi og vildi óska þess að ég hafi sagt henni það oftar hvað hún skipti mig virklega miklu máli. Eftir að hún dó hef ég reynt að láta það ekki gerast meir. Ég segji fólkinu mínu miklu oftar að ég elski þau og ég vildi svo mikið óska þess að ég gæti knúsað þau oftar líka (kannski rétta að nýta tækiværið og vara við verulega miklu knúsa og kossa flóði þegar ég sé ykkur öll næst!).

Ég mæli með því að þið nýtið hvert tækifæri til þess að láta þá sem skipta ykkur máli vita vegna þess að það er aldrei að vita hvenær síðasta tækifærið til þess verður! 

Elskulega fjölskylda og yndislegu vinir, ég elska ykkur og er ólýsanlega þakklát fyrir það að eiga ykkur að. 
Friday, October 4, 2013

Dream a little dream of me

Í dag eru átta mánuðir frá því að ég kvaddi fallega litla landið mitt. Átta mánuðir frá því að ég grét þegar ég kyssti pabba bless niðri í brottfara sal og ætlaði aldrei að geta hætt að gráta þegar mamma fór frá mér við hliðið. Fyrir átta mánuðum fannst mér ómögulegt að hugsa um það að vera svona langt og svona lengi í burtu frá foreldrum mínum. En ég tók samt af skarið og skellti mér í ævintýri. Mér finnst enþá ómögulegt að hugsa til þess að ég skuli hafa lifað það af að vera svona rosalega lengi í burtu, en ég verð aftur á móti alltaf aðeins stoltari af sjálfri mér þegar ég hugsa um það. 

Þegar ég lagði af stað fannst mér ég vera svo fullorðin og svo tilbúin að takast á við heiminn. En eitt það helsta sem þessir átta mánuðir hafa kennt mér er það hvað ég er alls ekki tilbúin að verða fullorðin strax (allavega ekki fullroðin svona fyrir alvöru)! Það er svo margt sem mig langar að gera og fara og upplifa, að ég hef ekki undan við að láta mig dreyma um öll ævintýrin sem bíða mín (nú þegar eru tvö í bígerð einfaldlega vegna þess að ég get ekki hætt!). En eins og mér þykir það ótrúlega gott að fá að búa hjá mömmu og pabba, hitta fólkið mitt hvenær sem ég vil og einfaldlega bara að vera á Íslandi þá er ævintýra þráin ríkjandi. Og svo virðirst sem hún verði sterkari og meiri með hverjum draumnum sem mér tekst að láta verða að veruleika. En vegna þess að mig dreymir stóra drauma þá verð ég líka að vera nógu hugrökk til þess að láta verða af þeim. Þegar ég verð gömul langar mig aldrei að þurfa að hugsa "Hvað ef?". Mig langar að geta litið til baka og geta sagt að ég hafi gripið öll tækifæri sem mér buðust og að ég hafi gert allt sem mig langaði að gera. (Spurning um fara að finna sér ríkan kall til þess að fjármagna mig svo að mamma og pabbi fái smá breik frá mér ;)). 

Vona að ykkar draumar rætist líka! 

Bis bald xoxo (þýsk kveðja í tilefni þess að ég er að reyna að læra þýsku)

P.S. það er allt gott að frétta og það gengur enþá rosalega vel :)

Thursday, August 22, 2013

Er ekki hissa!

Ég þekki sjálfa mig greinilega mjög vel þar sem að ég var búin að spá fyrir þessu blogg leysi og er ekki hissa á að það séu ca. fjórir mánuðir frá síðustu færslu. En ég hef ákveðið að reyna að rífa mig upp úr þessari stöðnun og reyna að halda smá lífi í þessu hjá mér!

Hér kemur grófur útdráttur af því sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði:

Apríl

 • Byrjaði í píanó og gítar tímum í De Anza Community Collage. 
 • Tók verklega bílprófið (26. apríl) og stóðst með aðeins 5 villur. Sem voru að mestuleiti þær sömu og ég fékk athugasemdir við þegar ég tók akstursmatið mitt heima. Veit ekki alveg hvað það segir um aksturslagið á mér. 
 • Ég eignaðist þrjá nýja vini, Amila sem er frá Bosníu og Hersegóvínu, Erika sem er frá Japan og Yolanda sem er frá Mexíkó. Það var virkilega gott að eignast vini hérna úti loksins og okkur náði öllum strax mjög vel saman. Erika er samt flutt til New York núna og ég hef ekki haft mikið samband við hana. 
 • Ég fylgdist spennt með kosningavöku Alþingis kosninganna og var hrikalega stolt og ánægð með útkomuna. 
 • Ég tók þátt í kórhlutverki fyrir litla uppsetnginu á óperunni Il Trovatore. Það var æðislegt að fá tækifæri til þess að syngja á sviði og ótrúlega gaman að fara á kóræfingarnar, finna búninga og kynnast nýju fólki með sömu áhugamál og ég. 
Maí
 • Í byrjun maí fór ég og heimsótti Hans í Los Angeles. Ég er svo heppin að Cecilia og Fred treysta mér fyrir bílnum þeirra í svona langa ökuferð þannig að ég þurfti ekki að borga neitt nema bensín og sparaði mér þessv egna töluverðan pening. Það var æðislegt að hitta Hans og gott að tala aftur íslensku af einhveru viti. Gaman að hitta líka alla vini hans Hansa þarna úti, suma sem ég þekkti og aðra sem mér þótti æðislega að kynnast. Við fórum að sjá Chinese Theater, gengum hálfa leið að Hollywood skiltinu, skoðuðum smá Hollywood Boulevard, djömmuðum eins og okkur einum er lagið, borðum þynku brunch á IHOP og skemmtum okkur konunglega. Þrátt fyrir stutt stop og langan akstur þá var þetta æðisleg helgi sem ég vona að ég ná að endurtaka áður en ég fer heim. 
 • Ég keypti mér ársmiða í skemmtigarð sem er bara í ca. 20 mín fjarlægð og það var æðislega gaman að sjá að ég er ekki sama kleinan og ég var þegar ég var lítil. Ég held ég hafi aldrei verið jafn spennt að fara í rússíbana og því stærri því betri!
 • Svenni bróðir útskrifaðist og mér þótti alveg hrikalega erfitt að vera ekki heima til þess að halda upp á með honum. Ég er svo stollt stóra systir og ég get ekki beðið eftir að knúsa hann öll knúsin sem hann á inni hjá mér þegar ég sé hann um jólin. 
 • Yolanda kynnti mér fyrir tveim vinkonuum sinum sem eru líka frá Mexíkó og við erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og skemmta okkur saman og það er æðislegt að eiga loksins góðan vinkonu kjarna hérna úti.
 • Alice byrjaði að skrýða. 
Júní
 • Hans kom í heimsókn til mín um miðjan Júní og það var æðislegt! Við kíktum til San Francisco og skoðum aðeins borgina, borðuðum á okkur gat, skemmtum okkur og djömmuðum með vinkonum mínum og fórum í bíó á This is the End. Við héldum upp á 17. júni með því að lita íslenska fánann með stelpunum, baka sykurkökur sem voru eins og Ísland í laginnu og ég eldaði svo fiskibollur, soðnar kartöflur og karrý sósu í kvöldmat. 
 • Ég kláraði bæði píanó og gítartímanna mína og fékk A í báðum fögum.
 • Ég fór með fjölskyldunni minni til O'ahu sem er þriðja stærsta eyjann á Hawaii, við vorum þar í rúma viku. Fyrri hluta ferðarinnar leigðum við hús í bæ sem heitir Kailua. Það er ekki mikið um túrista þar þannig að strendurnar voru ekki troðfullar og við fengum að njóta þeirra töluvert. Það er bær mjög nálægt þar sem við vorum sem heitir Lanikai en aðal ströndinn þar (Lanikai Beach) er víst ein sú þekktasta/vinsælasta á Hawaii og við fórum þangað eins oft og við gátum. Við gengum upp Makapuu fjalla sem var ekki auðvelt með þrjár litlar stelpur en samt alveg rosalega gaman og fallegt útsýni frá topnum. Ég fékk smá heimþrá á leiðinni upp vegna þess að fjallið var alveg við sjóinn og útsýnið minnti mig svo rosalega mikið á Ísland. Seinni hluta ferðarinnar vorum við á hóteli í Waikiki. Við eyddum mest allri ferðinni annað hvort á ströndinni eða í sundauginni og skemmtum okkur alveg konunglega. Þar sem ég var að vinna næstum alla ferðina náði ég ekki að njóta mín eins mikið og ég hefði kannski viljað og neyðist eiginlega til þess að fara aðra ferð til Hawaii seinna í lífinu. 
 • Alice fékk fyrstu tvær tennurnar báðar í neðri góm.
Júlí
 • Við héldum upp á 4th of July, sem er þjóðhátíðardagur Banraríkjanna. Cecilia og Fred buðu nágrönunnum til okkar í smá veitingar og til að skreyta hjól og vagna fyrir börninn í nágrenninu svo þau gætu farið smá skrúðgöngu um götuna. Það var gaman að kynnast nágrönunnum og við vorum öll mjög ánægð með daginn. 
 • Ég fékk mér nýtt tattoo sem ég er mjög ánægð með. 
 • Ég lenti í fyrsta umferðar óhappinu mín síðan ég kom út, sem er á sama tíma fyrsti áreksturinn sem ég hef lent í á æfinni. Sem betur fer var þetta ekki mikið alvarlegt en samt sem áður tæknilega séð mér að kenna. Ég var að skutla Serenu á siglingarnámskeið snemma um morguninn og það var mjög þung umferð og ég skall aftan á bilinn fyrir framn mig. En Cecilia og Fred gætu ekki hafa verið skilningsríkari ef þau reyndu og þau hjálpuðu mér mikið í gegnum þetta.
 • Það var mjög gott veður í Júlí og við eyddum miklum tíma í sundlauginni og reyndum að vera mikið úti að leika þegar við gátum fyrir hita. 
 • Ég kynntist tveimur nýjum stelpum Sophie sem er frá Þýskalandi og Mögdu sem er frá Póllandi.
 • Ég söng á litlum tónleikum fyrir nemendur söngkennara míns sem haldnir voru á elliheimili í San Jose. Mér þótti rosaleg gaman að fá að syngja fyrir áhorfendur og svo kom fjölskyldan mín líka sem var æðislegt. Ég átti smá erfitt með mig til að byrja með vegna þess að þessar aðstæður minntu mig svo mikið á það þegar ég söng fyrir ömmu Jóhönnu á Nesvöllum, en ég jafnaði mig og þetta tókst ágætlega fyrir rest. Mér gengur vel í söngnum og bæði mér og söngkennaranum mínum finnst mér hafa farið töluvert fram. 
Ágúst
 • Ég fór með nokrum vinkonum mínum að skoða risastóra rauðviði. Kalifornía er víst þekkt fyrir þessi þúsundára gömlu tré og þau eru virkilega flott. Það er mikið um þá tiltörulega nálægt mér en við ákváðum að fara á stað sem er á leiðinni til Santa Cruz þannig að við gætum farið á ströndinna i leiðinni. Við viltumst aðeins á leiðinni en það var eiginlega betra heldur en hitt, við fegnum fyrir vikið að sjá töluvert meira af fallega svæðinu í kring sem er allt umvafið trjám. 
 • Alice fékk fyrstu tvær tennurnar í efri gómi og er nú komin með fjórar frammtennur. Hún er líka farin að reyna að labba en hefur eins og er mest tekið átta skref. Allt saman mjög spennandi! 
 • Ég fór ein með allar stelpurnar í San Francisco Zoo. Við eyddum öllum deginum í dýragarðinum og gengum hann allan og sáum öll dýrinni. Hvernig mér tókst það veit ég ekki og ég held að þessi dagur fari án efa á lista yfir mín mestu afrek á æfinni. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn þreytt en dagurinn var samt sem áður alveg frábær og það var gaman að sjá hvað stelpunum þótti gamana að sjá og læra um dýrinn. 
 • Alice varð eins árs og við héldum upp á það með köku og pökkum. Henni þótti ekki leiðilegt að fá köku og óskypta athygli allrar fjölskyldunnar. 

Þá er allt komið. Eða allavega allt sem ég man. Vona að þetta bæti eitthvað upp fyrir blogg leysið undanfarið!

Kveð ykkur með sætri mynd af okkur og Alice (endilega takið eftir taninu sem ég náði mér í á Hawaii)

Monday, April 8, 2013

Skóli

Jæja þá er ég loksins byrjuð í skólanum!! 

Skólinn heitir De Anza Community Collage og er einn stærsti skólinn á svæðinnu. Ég fór í fyrsta tíman minn í kvöld sem var bara æðislegt. Ég er skráð í tvo tíma, byrjenda píanó og byjenda gítar. Með þessum tímum næ ég að klára allar námskröfur, sem eru 6 einingar eða 60 klukkutímar. Báðir tímarnir eru 36 klukkutímar þannig að ég er á góðu róli.

Píanó tíminn í dag var eiginlega allt of auðveldur en ég hef bara gott af því að byrja algjörlega frá byrjun. Það er svo langt síðan ég spilaði eitthvað að viti þannig að það er rosalega gaman að sitja og glamra aðeins.

Ég keypti mér gítar um daginn og er búin að vera að leika mér aðeins með hann. Kann  hingað til heila tvo hjóma!! C og G dúr eru bestu vinir mínir þessa stundina. Ég ætla að vera alveg hrikalega dugleg að æfa mig þannig að ég verði reddí í útilegu fjör sumarið 2014 :) 

Annars gengur allt bara rosalega vel og allt gott að frétta af mér. Ekkert sérstakt að gerast annað en skólinn eins og er og allt bara að ganga eins og í sögu. 

Sunday, March 31, 2013

GLEÐILEGA PÁSKA!

Gleðilega páska allir!!

Það er frekar skrýtið að vera ekki heima á páskunum. Vantar páskaskrípóið og páskamatinn og fólkið mitt. En ég ákvað að gera gott úr deginum. Skellti mér í messu í morgun og ætla svo að fara að borða páskaeggið sem mamma sendi mér :)

Ég vona að þið eigið öll góða páska með fólkinu ykkar og njótið þess að vera með hvort öðru! Maður áttar sig ekki alltaf á því hvað það er gott að vera heima fyrr en maður er farin þaðan. Þannig að ég vona að þið njótið þess að vera umvafin fólkinu sem þið elskið!!


Sunday, March 24, 2013

Syngjandi hér ... Syngjandi þar

Þá er ég búin að vera hérna úti í akkúrat einn og hálfan mánuð! Hrikalega líður tíminn hratt!! Eins og mér finnst rosalega frábært að vera hérna þá er einhver huggun í því að vita að tíminn líði svona hratt. Mér líður vel og allt það en mig ég er samt svo rosalega spennt fyrir því að fara aftur heim!

Mér gengur rosalega vel og er alltaf að bæta mig hérna. Ég er farin að keyra lengra og meira, ég er farin að rata svo til allt, mér gegnur virkilega vel með stelpurnar og það er allt einhvernvegin að ganga upp.

Ég fór um daginn til San Francisco og kaus í Alþingiskosningunum sem var mjög gaman. Ég eyddi dágóðum tíma í það að rölta um borgina og skoða mig um. San Franciso er mjög skemmtileg borg og það er ótrúlega margt hægt að gera þar. Ég mæli samt ekki með því að vera mikið á röltinu þarna ein/n þar sem að það er mikið af stór furðulegu fólki þar.

Eftir langa og erfiða leit fann ég loksins söngkennara! Ég fór í fyrsta tíman til hennar þriðjudainn 12. mars og leist ekki beint á bikuna. Mér fannst erfitt að algjörlega ókunnug manneskja væri að segja mér þetta og hitt um það sem væri að röddinni minni. Hún fór líka svoldið illa í það svona fyrir fyrsta tímann, gerði of mikið úr því sem er að og sleppti því alveg að hrósa mér fyrir það sem er gott. En ég ákvað að ég skildi gefa henni annan séns og sé ekki eftir því. Ég fór í tíma tvö til hennar viku seinna og þá var sagan allt önnur. Hún tók aðeins meiri tíma í að hlusta virkilega á mig og hún sagðist ver hrifin af því sem hún heyrði þannig að ég get ekki verið annað en sátt. Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram hjá henni. Mér finnst virkilega erfitt að breyta um kennra vegna þess að ég er svo vön því sem ég hef verið að gera undanfarin ca. 8 ára. En ég held að það sé bara holt að stíga aðeins út úr þæginda rammanum og prófa eitthvað nýtt.

Ég fór í dag og hitti nokkra af hinu au pairunum á svæðinu og eignaðist nokkrar nýjar vinkonur sem er bar gaman. Mig er búið að vanta einhvern til þess að gera hluti með, en það er allt að koma. Maður þarf bara að muna að vera þolinmóður og minna sig á að þetta kemur allt með tímanum :) ..
Friday, March 8, 2013

100%

Jæja elsku þið. 

Undan farin vika er búin að vera virkilega krefjandi á marga vegu. Einhverja hluta vegna er ég ekki alveg búin að vera 100%. Stelpurnar eru búnar að eiga smá bágt, Claudia veiktist í byrjun viku og ég held að það hafi slegið okkur allar aðeins út af laginu. Ég hef þurft að vinna mikið í sjálfri mér hvað varðar þolinmæði og er ánægð að segja að mér gengur alltaf betur og betur. Það er ótrúlegt en mér finnst ég hafa þroskast töluvert á þessum stutta mánuði sem ég er búin að vera hérna.  Og til þess er maður náttúrulega að þessu, til þess að þroskast, öðlast smá sjálfstæði, læra á heiminn og sjálfan sig! 

Þrátt fyrir erfiða byrjun og eilítið átakanlega daga þá endaði vikan með algjörum glæsibrag! Ég skráði mig í De Anza Community Collage og byrja að taka píanó tíma þar í byrjun apríl.

Svo gerðist ég svo brött í gær að elda tilraunastarfsemi fyrir fjölskylduna sem tókst frekar vel. Ég komst t.d. að því að sætukartöflu franskar passa með öllum mat! 

Ég fann svo loksins konu sem getur tekið mig í söng tíma, en ég er búin að vera að berjast við að finna mér kennara síðan áður en ég kom út. Ég fer til hennar á þriðjudaginn í næstu viku í fyrsta tímann og ég get ekki beðið. Er búin að vera að upplifa það sem getur aðeins verið lýst sem fráhvarfs einkenni undan farinn mánuð þannig að það verður gott að geta loksins svalað aftur söngfíkninni :) 


Í síðustu viku fékk ég social security tölu sem gerði það að verkum að ég gat sótt um bankareikning. Ég fékk reikning hjá banka sem heitir USAA. Þessi banki er algjörlega rafrænn og mér lýst vel á hann. Ég fékk svo debitkortið mitt í póstinum í dag sem var virkilega skemmtilegt. Það er eitthvað við það að fá hluti senda í pósti, mér finnst það alltaf svo spennadi (blikk blikk)

Í dag fór ég svo og tók bóklega bólprófið. Það er alltaf talað um að markmið au air programsins sé að fólk kynnist Bandaríkjunum og upplifi siði og venjur og daglegt líf Kanans. Ég get ekki sagt annað en að því markmið hafi verið náð í dag! Deild vélknúnna farartækja er eins bandarísk og nokkur getur ímyndað sér. Á minni stöð vinnur kona sem er algjör snillingur hún veit allt um allt sem tengist vinnunni hennar og þessi hressa týpa sem nennir alveg að spjalla og fíflast aðeins í vinnunni. Ég mæli allavega með því að ef þið þurfið að fá ykkur ökuskirteini í Californíu að þið farið á stofuna í Los Gatos! Þar sem að ég hafði bókað tíma fyrir fram gekk þetta hratt fyrir sig og ekki leið nema ca. einn og hálfur tími (mér er sagt að það sé stuttur tími fyrir svona lagað) þangað til að ég fékk niðurstöðurnar í hendurnar. Og haldiði ekki að snillingurinn ég hafi ekki bara rúllað þessu upp og fengið 100% rétt! 


Bara svona ef þið silduð ekki trúa mér :)


Eigið góða helgi elskurnar og ekki fara ykkur að voða í veður ofsanum heima!  Monday, February 25, 2013

Smá update

Undan farin vika er búin að vera vægast sagt viðburða rík og skemmtileg. 

Það gegnur vel að sjá um stelpurnar. Ég er alveg að detta inn í rútínuna hjá þeim og það hefur lang fest gengið vel hingað til. Foreldrarnir, Cecilia og Fred, eru búin að vera algjört æði og vilja allt fyrir mig gera. Mér hefur gengið frekar illa að finna mér söngkennara og þau hafa boðist til þess að breyta vinnutímanum mínum að einhverju leyti til þess að reyna að auðvelda mér það. Vonadi verður ekki af því en það er virkilega gott að vita að það sé valmöguleiki. 

Næst á dagskrá hjá mér er að sækja um skóla. Ég verð að taka 6 einingar yfir árið og ákvað að nýta þær í píanónám í einum af háskólunum á svæðinu og jafnvel mögulega byrjenda tíma á gítar. 

Ég átti góða helgi og fékk smá túr af San Francisco sem var æðislegt og svo kynntist ég nokkrum stelpum sem eru líka au pairar á svæðinu. Mér líst rosalega vel á þær og er ánægð með að hafa loksins einhvern til þess að hitta á kvöldin og um helgar :) 

Ég fór um daginn og sótti um social security tölu sem ætti að koma í næstu viku og þá get ég farið og tekið ökuprófið, bæði skriflegt og verklegt, og stofnað bankareikning. Mér gengur ágætlega að aðlagast lífinu hérna en sakna fólksins míns alveg rosalega. 


Saturday, February 16, 2013

Driving Miss Daisy

Ég byrjaði daginn á smá skype spjalli við Svennann minn, sem var æðislegt. Svo voru Hrönn og Ísleifur í heimsókn þannig að ég fék óvænt skype spjall við þau líka sem var virkilega skemmtilegt. Þvílíkt sem skype er búið að hjálpa mér undanfarnar vikur, held bara að ég gæti þetta ekki án þess! 

En í dag fór ég í fyrstu sóló ökuferðina mína. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi staðið mig frekar vel og viltist bara einu sinni þegar ég var ekki að nota GPSið í símanum mínum. Ég komst allavega fram og til baka heil á húfi! 

Ég byrjaði á að fara í moll. Hver hefði getað gískað á að það yrði fyrsta stopið mitt!?! ;) Svo var ég alveg hrikalega heppin að lenda á líka þessari fínu útsölu, þannig að ég varð nú að versla mér nokkrar flíkur!! Ekki leiðilegt að geta keyrt í 10 mínutur og skroppið í Forever 21 og H&M að versla. Ég kíkti næst í Target og verlaði mér nokkrar nauðsynjar þar. Svo lá leiðin heim og ég er frekar stolt að segja að ég þurfti ekki að nota GPSið til þess að komast þangað frá Target. Viltist reyndar einu sinni, en var það klár að ég gat reddað mér aftur á rétta leið! 

Á morgun ætlar öll fjölskyldan að kíkja til San Francisco. Ég er virkilega spennt fyrir því og hlakkar til að kynnast borginni betur á árinu. Ég er líka orðin virkilega spennt fyrir því að byrja í einhverjum áföngum til þess að kynnast einhverju fólki. Finn alveg fyrir því að mig vanti smá vinahóp hérna úti. Eins mikið og mér finnst fjölskyldan vera yndiseg þá vantar mér að geta brotið aðeins upp á daginn og gert eitthvað með öðrufólki og líka bara að komast aðeins út úr húsi. 

En ég ætla að enda þetta með því að deila með ykkur mynd sem var tekin af okkur stelpunum fyrsta daginn minn. Eins og þið sjáið eru þær algjörar dúllur!


Bestu kveðjur þangað til næst  :*
Thursday, February 14, 2013

Flyin' solo!

Fyrsti dagurinn sem ég var ein með stelpurna gekk bara virkilega vel. Ég var svoldið hrædd um að þetta yrði of mikið fyrir mig en eftir daginn er ég töluvert öruggari með sjálfa mig.

Við fórum á rólovöll, bjuggum til valentínusardags kort fyrir allar ömmur og afa og foreldranna, borðuðum hádegis matinn okkar úti á palli, lásum saman og skemmtum okkur mest allan daginn. Ég er allavega sátt með daginn og sem betur fer eru foreldrarnir það líka. Þau þökkuðu mér allavega mjög vel fyrir og sögðust vera ánægð með það sem ég væri að gera.

Á morgun er annar dagurinn okkar saman og þá eru Serena og Claudia í skólanum fyrir hádegi þannig að það verður ekki alveg jafn mikið að gera. Ég held að stelpurnar séu að taka mér alveg ágætlega. Serena sem er elst á kannski í mestum erfiðleikum með það að mamma hennar sé ekki engur með þeim allan daginn en hún jafnar sig á því hægt og rólega. 

Heimþráin minnkar aðeins með hverjum deginum eins og er, það gæti svo vel verið að hún skjótist aftur upp en það er bara partur af ævintýrinu. Ég hringdi í ömmu Unni í dag til þess að óska henni ti hamingju með afmælið, það var rosalega gott að heyra í henni og gerði daginn örlítið betri. 

Ég ætla að fara aðeins og verlsa um helgina og kynnasts svæðinu betur svo ætlum við að fara öll fjölskyldan til San Francisco og skoða okkur aðeins um og njóta. Svo á mánudaginn kemur konan frá AuPairCare sem sér um alla au paira á mínu svæði. Hún er að koma til þess að taka stöðuna á okkur og sjá hvernig gegnur. Hún ætlar líka að hjálpa mér að velja mér einhverja áfanga til þess að taka. Ég verð að ljúka við ákveðinn fjölda eininga á háskólastigi til þess að klára prógramið sem ég er í. Sem auðveldar mér svo að fá aftur visa leyfi í Bandaríkjunum seinna meir. Þannig að það er helling til þess að hlakka til um helgina! 

Monday, February 11, 2013

Fyrsti dagurinn i Sunnyvale

Loksins er eg komin a leidar enda!! 

Eg lenti i New York fyrir viku og er buin ad eyda vikunni a namskeidi sem allir au pair thurfa ad fara a. THad var virkilega skemmtilrgt og fraedandi, vid laerdum t.d. skydihalp a bornum, barna nudd og barna taknmal. Vid fnegum lika gott taekifaeri til thess ad skoda okkur um i borginni og fengum eitt kvoldid ad fara ekta turistaferd med fararstjora thvers og kruss um hana. 

Eg atti ad flugja afram til Kaliforniu sidast lidin fostudag en thvi midur skall a frekar stor snjostormur thannig ad thad var ekki flogid utur New York fyrr en a sunnudeginum og sem betur fer (eftir toluvert vesen) komst eg i flug. Med upprunalega fluginu medtoldu var eg alls bokud a sex flug sem ollum var frestad nema thvi sem eg flaug svo med vestur i gaer. 

Eg er buin ad koma mer agaetlega fyrir og likar vel vid folkid. Stelpurar hafa tekid mer alveg agaetlega vel svona a fyrsta degi sem er virkiega skemmtilegt. Dagurinn i dag var frekar annasamur, en samt rosalega godur. Eg nadi ad tala adeins vid mommu og pabba og Svenna og svo adeins vid Unni lika sem var aedislegt. Eg er med dagodan skammt af heimthra eins og er en eg er viss um ad hun lagist med timanum. 

Eg keyrdi i fyrsta skipti i kvold. Eg og Cecilia, mamman, keyrdum i BestBuy ad kaupa nyja tolvu handa mer. Mer tokst held eg agaetlega til og er bara mjog jakvaed med aksturinn. En eins og eg sagdi tha keypti eg mer nyja fartolvu sem er alveg rosalega anaegd med! Hun er med snertiskja og er alveg rosalega fin. 

Allt i allt er dagurinn buin ad vera rosalega finn en frekar langur thannig ad thad er longu kominn timi a svefn! En mig langar ad syna ykkur adeins hvernig litla ibudin min lytur ut. 

Eins og thid sjaid er hun bara litil og saet, thad fer allavega agaetlega um mig herna. 

Thangad til naest! 

Johanna Maria Kristinsdottir