Monday, February 25, 2013

Smá update

Undan farin vika er búin að vera vægast sagt viðburða rík og skemmtileg. 

Það gegnur vel að sjá um stelpurnar. Ég er alveg að detta inn í rútínuna hjá þeim og það hefur lang fest gengið vel hingað til. Foreldrarnir, Cecilia og Fred, eru búin að vera algjört æði og vilja allt fyrir mig gera. Mér hefur gengið frekar illa að finna mér söngkennara og þau hafa boðist til þess að breyta vinnutímanum mínum að einhverju leyti til þess að reyna að auðvelda mér það. Vonadi verður ekki af því en það er virkilega gott að vita að það sé valmöguleiki. 

Næst á dagskrá hjá mér er að sækja um skóla. Ég verð að taka 6 einingar yfir árið og ákvað að nýta þær í píanónám í einum af háskólunum á svæðinu og jafnvel mögulega byrjenda tíma á gítar. 

Ég átti góða helgi og fékk smá túr af San Francisco sem var æðislegt og svo kynntist ég nokkrum stelpum sem eru líka au pairar á svæðinu. Mér líst rosalega vel á þær og er ánægð með að hafa loksins einhvern til þess að hitta á kvöldin og um helgar :) 

Ég fór um daginn og sótti um social security tölu sem ætti að koma í næstu viku og þá get ég farið og tekið ökuprófið, bæði skriflegt og verklegt, og stofnað bankareikning. Mér gengur ágætlega að aðlagast lífinu hérna en sakna fólksins míns alveg rosalega. 


2 comments:

  1. mjög gaman að lesa bloggið þitt endilega haltu áfram.
    Kv ein á leið bráðlega til usa til að verða au-pair

    ReplyDelete
  2. Svo gaman að heyra að það sé svo skemmtilegt hjá þér!
    Mig langar svo að fara út sem au-pair aftur!! Alltof góðar minningar.. Njóttu þín í botn og nýttu hverja einstu mínútu ;)

    ReplyDelete