Sunday, March 31, 2013

GLEÐILEGA PÁSKA!

Gleðilega páska allir!!

Það er frekar skrýtið að vera ekki heima á páskunum. Vantar páskaskrípóið og páskamatinn og fólkið mitt. En ég ákvað að gera gott úr deginum. Skellti mér í messu í morgun og ætla svo að fara að borða páskaeggið sem mamma sendi mér :)

Ég vona að þið eigið öll góða páska með fólkinu ykkar og njótið þess að vera með hvort öðru! Maður áttar sig ekki alltaf á því hvað það er gott að vera heima fyrr en maður er farin þaðan. Þannig að ég vona að þið njótið þess að vera umvafin fólkinu sem þið elskið!!


Sunday, March 24, 2013

Syngjandi hér ... Syngjandi þar

Þá er ég búin að vera hérna úti í akkúrat einn og hálfan mánuð! Hrikalega líður tíminn hratt!! Eins og mér finnst rosalega frábært að vera hérna þá er einhver huggun í því að vita að tíminn líði svona hratt. Mér líður vel og allt það en mig ég er samt svo rosalega spennt fyrir því að fara aftur heim!

Mér gengur rosalega vel og er alltaf að bæta mig hérna. Ég er farin að keyra lengra og meira, ég er farin að rata svo til allt, mér gegnur virkilega vel með stelpurnar og það er allt einhvernvegin að ganga upp.

Ég fór um daginn til San Francisco og kaus í Alþingiskosningunum sem var mjög gaman. Ég eyddi dágóðum tíma í það að rölta um borgina og skoða mig um. San Franciso er mjög skemmtileg borg og það er ótrúlega margt hægt að gera þar. Ég mæli samt ekki með því að vera mikið á röltinu þarna ein/n þar sem að það er mikið af stór furðulegu fólki þar.

Eftir langa og erfiða leit fann ég loksins söngkennara! Ég fór í fyrsta tíman til hennar þriðjudainn 12. mars og leist ekki beint á bikuna. Mér fannst erfitt að algjörlega ókunnug manneskja væri að segja mér þetta og hitt um það sem væri að röddinni minni. Hún fór líka svoldið illa í það svona fyrir fyrsta tímann, gerði of mikið úr því sem er að og sleppti því alveg að hrósa mér fyrir það sem er gott. En ég ákvað að ég skildi gefa henni annan séns og sé ekki eftir því. Ég fór í tíma tvö til hennar viku seinna og þá var sagan allt önnur. Hún tók aðeins meiri tíma í að hlusta virkilega á mig og hún sagðist ver hrifin af því sem hún heyrði þannig að ég get ekki verið annað en sátt. Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram hjá henni. Mér finnst virkilega erfitt að breyta um kennra vegna þess að ég er svo vön því sem ég hef verið að gera undanfarin ca. 8 ára. En ég held að það sé bara holt að stíga aðeins út úr þæginda rammanum og prófa eitthvað nýtt.

Ég fór í dag og hitti nokkra af hinu au pairunum á svæðinu og eignaðist nokkrar nýjar vinkonur sem er bar gaman. Mig er búið að vanta einhvern til þess að gera hluti með, en það er allt að koma. Maður þarf bara að muna að vera þolinmóður og minna sig á að þetta kemur allt með tímanum :) ..




Friday, March 8, 2013

100%

Jæja elsku þið. 

Undan farin vika er búin að vera virkilega krefjandi á marga vegu. Einhverja hluta vegna er ég ekki alveg búin að vera 100%. Stelpurnar eru búnar að eiga smá bágt, Claudia veiktist í byrjun viku og ég held að það hafi slegið okkur allar aðeins út af laginu. Ég hef þurft að vinna mikið í sjálfri mér hvað varðar þolinmæði og er ánægð að segja að mér gengur alltaf betur og betur. Það er ótrúlegt en mér finnst ég hafa þroskast töluvert á þessum stutta mánuði sem ég er búin að vera hérna.  Og til þess er maður náttúrulega að þessu, til þess að þroskast, öðlast smá sjálfstæði, læra á heiminn og sjálfan sig! 

Þrátt fyrir erfiða byrjun og eilítið átakanlega daga þá endaði vikan með algjörum glæsibrag! Ég skráði mig í De Anza Community Collage og byrja að taka píanó tíma þar í byrjun apríl.

Svo gerðist ég svo brött í gær að elda tilraunastarfsemi fyrir fjölskylduna sem tókst frekar vel. Ég komst t.d. að því að sætukartöflu franskar passa með öllum mat! 

Ég fann svo loksins konu sem getur tekið mig í söng tíma, en ég er búin að vera að berjast við að finna mér kennara síðan áður en ég kom út. Ég fer til hennar á þriðjudaginn í næstu viku í fyrsta tímann og ég get ekki beðið. Er búin að vera að upplifa það sem getur aðeins verið lýst sem fráhvarfs einkenni undan farinn mánuð þannig að það verður gott að geta loksins svalað aftur söngfíkninni :) 


Í síðustu viku fékk ég social security tölu sem gerði það að verkum að ég gat sótt um bankareikning. Ég fékk reikning hjá banka sem heitir USAA. Þessi banki er algjörlega rafrænn og mér lýst vel á hann. Ég fékk svo debitkortið mitt í póstinum í dag sem var virkilega skemmtilegt. Það er eitthvað við það að fá hluti senda í pósti, mér finnst það alltaf svo spennadi (blikk blikk)

Í dag fór ég svo og tók bóklega bólprófið. Það er alltaf talað um að markmið au air programsins sé að fólk kynnist Bandaríkjunum og upplifi siði og venjur og daglegt líf Kanans. Ég get ekki sagt annað en að því markmið hafi verið náð í dag! Deild vélknúnna farartækja er eins bandarísk og nokkur getur ímyndað sér. Á minni stöð vinnur kona sem er algjör snillingur hún veit allt um allt sem tengist vinnunni hennar og þessi hressa týpa sem nennir alveg að spjalla og fíflast aðeins í vinnunni. Ég mæli allavega með því að ef þið þurfið að fá ykkur ökuskirteini í Californíu að þið farið á stofuna í Los Gatos! Þar sem að ég hafði bókað tíma fyrir fram gekk þetta hratt fyrir sig og ekki leið nema ca. einn og hálfur tími (mér er sagt að það sé stuttur tími fyrir svona lagað) þangað til að ég fékk niðurstöðurnar í hendurnar. Og haldiði ekki að snillingurinn ég hafi ekki bara rúllað þessu upp og fengið 100% rétt! 


Bara svona ef þið silduð ekki trúa mér :)


Eigið góða helgi elskurnar og ekki fara ykkur að voða í veður ofsanum heima!