Friday, October 11, 2013

Aumt er ástlaust líf

Það er ómetanlegt að eiga góða að. Ég er svo rosalega heppin að eiga æðislega fjölskyldu sem ég elska svo mikið og er óendalega þakklát fyrir að eiga. Ef það væri ekki nóg þá á ég líka bestu vini í heimi. Það er auðvelt að gleyma því í amstri dagsins að láta þetta fólk vita hversu mikið við elskum þau og hversu miklu máli þau skipta okkur. Oft áttum við okkur ekki á því hversu sjaldan við segjum "Ég elska þig" við fólkið okkar fyrr enn það hefur hvatt okkur.

Í dag hefði yndislega amman mín orðið 84 ára. Hún dó 21. janúar 2013 og ég sakna hennar á hverjum degi og vildi óska þess að ég hafi sagt henni það oftar hvað hún skipti mig virklega miklu máli. Eftir að hún dó hef ég reynt að láta það ekki gerast meir. Ég segji fólkinu mínu miklu oftar að ég elski þau og ég vildi svo mikið óska þess að ég gæti knúsað þau oftar líka (kannski rétta að nýta tækiværið og vara við verulega miklu knúsa og kossa flóði þegar ég sé ykkur öll næst!).

Ég mæli með því að þið nýtið hvert tækifæri til þess að láta þá sem skipta ykkur máli vita vegna þess að það er aldrei að vita hvenær síðasta tækifærið til þess verður! 

Elskulega fjölskylda og yndislegu vinir, ég elska ykkur og er ólýsanlega þakklát fyrir það að eiga ykkur að. 
Friday, October 4, 2013

Dream a little dream of me

Í dag eru átta mánuðir frá því að ég kvaddi fallega litla landið mitt. Átta mánuðir frá því að ég grét þegar ég kyssti pabba bless niðri í brottfara sal og ætlaði aldrei að geta hætt að gráta þegar mamma fór frá mér við hliðið. Fyrir átta mánuðum fannst mér ómögulegt að hugsa um það að vera svona langt og svona lengi í burtu frá foreldrum mínum. En ég tók samt af skarið og skellti mér í ævintýri. Mér finnst enþá ómögulegt að hugsa til þess að ég skuli hafa lifað það af að vera svona rosalega lengi í burtu, en ég verð aftur á móti alltaf aðeins stoltari af sjálfri mér þegar ég hugsa um það. 

Þegar ég lagði af stað fannst mér ég vera svo fullorðin og svo tilbúin að takast á við heiminn. En eitt það helsta sem þessir átta mánuðir hafa kennt mér er það hvað ég er alls ekki tilbúin að verða fullorðin strax (allavega ekki fullroðin svona fyrir alvöru)! Það er svo margt sem mig langar að gera og fara og upplifa, að ég hef ekki undan við að láta mig dreyma um öll ævintýrin sem bíða mín (nú þegar eru tvö í bígerð einfaldlega vegna þess að ég get ekki hætt!). En eins og mér þykir það ótrúlega gott að fá að búa hjá mömmu og pabba, hitta fólkið mitt hvenær sem ég vil og einfaldlega bara að vera á Íslandi þá er ævintýra þráin ríkjandi. Og svo virðirst sem hún verði sterkari og meiri með hverjum draumnum sem mér tekst að láta verða að veruleika. En vegna þess að mig dreymir stóra drauma þá verð ég líka að vera nógu hugrökk til þess að láta verða af þeim. Þegar ég verð gömul langar mig aldrei að þurfa að hugsa "Hvað ef?". Mig langar að geta litið til baka og geta sagt að ég hafi gripið öll tækifæri sem mér buðust og að ég hafi gert allt sem mig langaði að gera. (Spurning um fara að finna sér ríkan kall til þess að fjármagna mig svo að mamma og pabbi fái smá breik frá mér ;)). 

Vona að ykkar draumar rætist líka! 

Bis bald xoxo (þýsk kveðja í tilefni þess að ég er að reyna að læra þýsku)

P.S. það er allt gott að frétta og það gengur enþá rosalega vel :)