Saturday, February 16, 2013

Driving Miss Daisy

Ég byrjaði daginn á smá skype spjalli við Svennann minn, sem var æðislegt. Svo voru Hrönn og Ísleifur í heimsókn þannig að ég fék óvænt skype spjall við þau líka sem var virkilega skemmtilegt. Þvílíkt sem skype er búið að hjálpa mér undanfarnar vikur, held bara að ég gæti þetta ekki án þess! 

En í dag fór ég í fyrstu sóló ökuferðina mína. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi staðið mig frekar vel og viltist bara einu sinni þegar ég var ekki að nota GPSið í símanum mínum. Ég komst allavega fram og til baka heil á húfi! 

Ég byrjaði á að fara í moll. Hver hefði getað gískað á að það yrði fyrsta stopið mitt!?! ;) Svo var ég alveg hrikalega heppin að lenda á líka þessari fínu útsölu, þannig að ég varð nú að versla mér nokkrar flíkur!! Ekki leiðilegt að geta keyrt í 10 mínutur og skroppið í Forever 21 og H&M að versla. Ég kíkti næst í Target og verlaði mér nokkrar nauðsynjar þar. Svo lá leiðin heim og ég er frekar stolt að segja að ég þurfti ekki að nota GPSið til þess að komast þangað frá Target. Viltist reyndar einu sinni, en var það klár að ég gat reddað mér aftur á rétta leið! 

Á morgun ætlar öll fjölskyldan að kíkja til San Francisco. Ég er virkilega spennt fyrir því og hlakkar til að kynnast borginni betur á árinu. Ég er líka orðin virkilega spennt fyrir því að byrja í einhverjum áföngum til þess að kynnast einhverju fólki. Finn alveg fyrir því að mig vanti smá vinahóp hérna úti. Eins mikið og mér finnst fjölskyldan vera yndiseg þá vantar mér að geta brotið aðeins upp á daginn og gert eitthvað með öðrufólki og líka bara að komast aðeins út úr húsi. 

En ég ætla að enda þetta með því að deila með ykkur mynd sem var tekin af okkur stelpunum fyrsta daginn minn. Eins og þið sjáið eru þær algjörar dúllur!


Bestu kveðjur þangað til næst  :*
1 comment: