Thursday, August 22, 2013

Er ekki hissa!

Ég þekki sjálfa mig greinilega mjög vel þar sem að ég var búin að spá fyrir þessu blogg leysi og er ekki hissa á að það séu ca. fjórir mánuðir frá síðustu færslu. En ég hef ákveðið að reyna að rífa mig upp úr þessari stöðnun og reyna að halda smá lífi í þessu hjá mér!

Hér kemur grófur útdráttur af því sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði:

Apríl

  • Byrjaði í píanó og gítar tímum í De Anza Community Collage. 
  • Tók verklega bílprófið (26. apríl) og stóðst með aðeins 5 villur. Sem voru að mestuleiti þær sömu og ég fékk athugasemdir við þegar ég tók akstursmatið mitt heima. Veit ekki alveg hvað það segir um aksturslagið á mér. 
  • Ég eignaðist þrjá nýja vini, Amila sem er frá Bosníu og Hersegóvínu, Erika sem er frá Japan og Yolanda sem er frá Mexíkó. Það var virkilega gott að eignast vini hérna úti loksins og okkur náði öllum strax mjög vel saman. Erika er samt flutt til New York núna og ég hef ekki haft mikið samband við hana. 
  • Ég fylgdist spennt með kosningavöku Alþingis kosninganna og var hrikalega stolt og ánægð með útkomuna. 
  • Ég tók þátt í kórhlutverki fyrir litla uppsetnginu á óperunni Il Trovatore. Það var æðislegt að fá tækifæri til þess að syngja á sviði og ótrúlega gaman að fara á kóræfingarnar, finna búninga og kynnast nýju fólki með sömu áhugamál og ég. 
Maí
  • Í byrjun maí fór ég og heimsótti Hans í Los Angeles. Ég er svo heppin að Cecilia og Fred treysta mér fyrir bílnum þeirra í svona langa ökuferð þannig að ég þurfti ekki að borga neitt nema bensín og sparaði mér þessv egna töluverðan pening. Það var æðislegt að hitta Hans og gott að tala aftur íslensku af einhveru viti. Gaman að hitta líka alla vini hans Hansa þarna úti, suma sem ég þekkti og aðra sem mér þótti æðislega að kynnast. Við fórum að sjá Chinese Theater, gengum hálfa leið að Hollywood skiltinu, skoðuðum smá Hollywood Boulevard, djömmuðum eins og okkur einum er lagið, borðum þynku brunch á IHOP og skemmtum okkur konunglega. Þrátt fyrir stutt stop og langan akstur þá var þetta æðisleg helgi sem ég vona að ég ná að endurtaka áður en ég fer heim. 
  • Ég keypti mér ársmiða í skemmtigarð sem er bara í ca. 20 mín fjarlægð og það var æðislega gaman að sjá að ég er ekki sama kleinan og ég var þegar ég var lítil. Ég held ég hafi aldrei verið jafn spennt að fara í rússíbana og því stærri því betri!
  • Svenni bróðir útskrifaðist og mér þótti alveg hrikalega erfitt að vera ekki heima til þess að halda upp á með honum. Ég er svo stollt stóra systir og ég get ekki beðið eftir að knúsa hann öll knúsin sem hann á inni hjá mér þegar ég sé hann um jólin. 
  • Yolanda kynnti mér fyrir tveim vinkonuum sinum sem eru líka frá Mexíkó og við erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og skemmta okkur saman og það er æðislegt að eiga loksins góðan vinkonu kjarna hérna úti.
  • Alice byrjaði að skrýða. 
Júní
  • Hans kom í heimsókn til mín um miðjan Júní og það var æðislegt! Við kíktum til San Francisco og skoðum aðeins borgina, borðuðum á okkur gat, skemmtum okkur og djömmuðum með vinkonum mínum og fórum í bíó á This is the End. Við héldum upp á 17. júni með því að lita íslenska fánann með stelpunum, baka sykurkökur sem voru eins og Ísland í laginnu og ég eldaði svo fiskibollur, soðnar kartöflur og karrý sósu í kvöldmat. 
  • Ég kláraði bæði píanó og gítartímanna mína og fékk A í báðum fögum.
  • Ég fór með fjölskyldunni minni til O'ahu sem er þriðja stærsta eyjann á Hawaii, við vorum þar í rúma viku. Fyrri hluta ferðarinnar leigðum við hús í bæ sem heitir Kailua. Það er ekki mikið um túrista þar þannig að strendurnar voru ekki troðfullar og við fengum að njóta þeirra töluvert. Það er bær mjög nálægt þar sem við vorum sem heitir Lanikai en aðal ströndinn þar (Lanikai Beach) er víst ein sú þekktasta/vinsælasta á Hawaii og við fórum þangað eins oft og við gátum. Við gengum upp Makapuu fjalla sem var ekki auðvelt með þrjár litlar stelpur en samt alveg rosalega gaman og fallegt útsýni frá topnum. Ég fékk smá heimþrá á leiðinni upp vegna þess að fjallið var alveg við sjóinn og útsýnið minnti mig svo rosalega mikið á Ísland. Seinni hluta ferðarinnar vorum við á hóteli í Waikiki. Við eyddum mest allri ferðinni annað hvort á ströndinni eða í sundauginni og skemmtum okkur alveg konunglega. Þar sem ég var að vinna næstum alla ferðina náði ég ekki að njóta mín eins mikið og ég hefði kannski viljað og neyðist eiginlega til þess að fara aðra ferð til Hawaii seinna í lífinu. 
  • Alice fékk fyrstu tvær tennurnar báðar í neðri góm.
Júlí
  • Við héldum upp á 4th of July, sem er þjóðhátíðardagur Banraríkjanna. Cecilia og Fred buðu nágrönunnum til okkar í smá veitingar og til að skreyta hjól og vagna fyrir börninn í nágrenninu svo þau gætu farið smá skrúðgöngu um götuna. Það var gaman að kynnast nágrönunnum og við vorum öll mjög ánægð með daginn. 
  • Ég fékk mér nýtt tattoo sem ég er mjög ánægð með. 
  • Ég lenti í fyrsta umferðar óhappinu mín síðan ég kom út, sem er á sama tíma fyrsti áreksturinn sem ég hef lent í á æfinni. Sem betur fer var þetta ekki mikið alvarlegt en samt sem áður tæknilega séð mér að kenna. Ég var að skutla Serenu á siglingarnámskeið snemma um morguninn og það var mjög þung umferð og ég skall aftan á bilinn fyrir framn mig. En Cecilia og Fred gætu ekki hafa verið skilningsríkari ef þau reyndu og þau hjálpuðu mér mikið í gegnum þetta.
  • Það var mjög gott veður í Júlí og við eyddum miklum tíma í sundlauginni og reyndum að vera mikið úti að leika þegar við gátum fyrir hita. 
  • Ég kynntist tveimur nýjum stelpum Sophie sem er frá Þýskalandi og Mögdu sem er frá Póllandi.
  • Ég söng á litlum tónleikum fyrir nemendur söngkennara míns sem haldnir voru á elliheimili í San Jose. Mér þótti rosaleg gaman að fá að syngja fyrir áhorfendur og svo kom fjölskyldan mín líka sem var æðislegt. Ég átti smá erfitt með mig til að byrja með vegna þess að þessar aðstæður minntu mig svo mikið á það þegar ég söng fyrir ömmu Jóhönnu á Nesvöllum, en ég jafnaði mig og þetta tókst ágætlega fyrir rest. Mér gengur vel í söngnum og bæði mér og söngkennaranum mínum finnst mér hafa farið töluvert fram. 
Ágúst
  • Ég fór með nokrum vinkonum mínum að skoða risastóra rauðviði. Kalifornía er víst þekkt fyrir þessi þúsundára gömlu tré og þau eru virkilega flott. Það er mikið um þá tiltörulega nálægt mér en við ákváðum að fara á stað sem er á leiðinni til Santa Cruz þannig að við gætum farið á ströndinna i leiðinni. Við viltumst aðeins á leiðinni en það var eiginlega betra heldur en hitt, við fegnum fyrir vikið að sjá töluvert meira af fallega svæðinu í kring sem er allt umvafið trjám. 
  • Alice fékk fyrstu tvær tennurnar í efri gómi og er nú komin með fjórar frammtennur. Hún er líka farin að reyna að labba en hefur eins og er mest tekið átta skref. Allt saman mjög spennandi! 
  • Ég fór ein með allar stelpurnar í San Francisco Zoo. Við eyddum öllum deginum í dýragarðinum og gengum hann allan og sáum öll dýrinni. Hvernig mér tókst það veit ég ekki og ég held að þessi dagur fari án efa á lista yfir mín mestu afrek á æfinni. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn þreytt en dagurinn var samt sem áður alveg frábær og það var gaman að sjá hvað stelpunum þótti gamana að sjá og læra um dýrinn. 
  • Alice varð eins árs og við héldum upp á það með köku og pökkum. Henni þótti ekki leiðilegt að fá köku og óskypta athygli allrar fjölskyldunnar. 

Þá er allt komið. Eða allavega allt sem ég man. Vona að þetta bæti eitthvað upp fyrir blogg leysið undanfarið!

Kveð ykkur með sætri mynd af okkur og Alice (endilega takið eftir taninu sem ég náði mér í á Hawaii)

No comments:

Post a Comment