Friday, March 8, 2013

100%

Jæja elsku þið. 

Undan farin vika er búin að vera virkilega krefjandi á marga vegu. Einhverja hluta vegna er ég ekki alveg búin að vera 100%. Stelpurnar eru búnar að eiga smá bágt, Claudia veiktist í byrjun viku og ég held að það hafi slegið okkur allar aðeins út af laginu. Ég hef þurft að vinna mikið í sjálfri mér hvað varðar þolinmæði og er ánægð að segja að mér gengur alltaf betur og betur. Það er ótrúlegt en mér finnst ég hafa þroskast töluvert á þessum stutta mánuði sem ég er búin að vera hérna.  Og til þess er maður náttúrulega að þessu, til þess að þroskast, öðlast smá sjálfstæði, læra á heiminn og sjálfan sig! 

Þrátt fyrir erfiða byrjun og eilítið átakanlega daga þá endaði vikan með algjörum glæsibrag! Ég skráði mig í De Anza Community Collage og byrja að taka píanó tíma þar í byrjun apríl.

Svo gerðist ég svo brött í gær að elda tilraunastarfsemi fyrir fjölskylduna sem tókst frekar vel. Ég komst t.d. að því að sætukartöflu franskar passa með öllum mat! 

Ég fann svo loksins konu sem getur tekið mig í söng tíma, en ég er búin að vera að berjast við að finna mér kennara síðan áður en ég kom út. Ég fer til hennar á þriðjudaginn í næstu viku í fyrsta tímann og ég get ekki beðið. Er búin að vera að upplifa það sem getur aðeins verið lýst sem fráhvarfs einkenni undan farinn mánuð þannig að það verður gott að geta loksins svalað aftur söngfíkninni :) 


Í síðustu viku fékk ég social security tölu sem gerði það að verkum að ég gat sótt um bankareikning. Ég fékk reikning hjá banka sem heitir USAA. Þessi banki er algjörlega rafrænn og mér lýst vel á hann. Ég fékk svo debitkortið mitt í póstinum í dag sem var virkilega skemmtilegt. Það er eitthvað við það að fá hluti senda í pósti, mér finnst það alltaf svo spennadi (blikk blikk)

Í dag fór ég svo og tók bóklega bólprófið. Það er alltaf talað um að markmið au air programsins sé að fólk kynnist Bandaríkjunum og upplifi siði og venjur og daglegt líf Kanans. Ég get ekki sagt annað en að því markmið hafi verið náð í dag! Deild vélknúnna farartækja er eins bandarísk og nokkur getur ímyndað sér. Á minni stöð vinnur kona sem er algjör snillingur hún veit allt um allt sem tengist vinnunni hennar og þessi hressa týpa sem nennir alveg að spjalla og fíflast aðeins í vinnunni. Ég mæli allavega með því að ef þið þurfið að fá ykkur ökuskirteini í Californíu að þið farið á stofuna í Los Gatos! Þar sem að ég hafði bókað tíma fyrir fram gekk þetta hratt fyrir sig og ekki leið nema ca. einn og hálfur tími (mér er sagt að það sé stuttur tími fyrir svona lagað) þangað til að ég fékk niðurstöðurnar í hendurnar. Og haldiði ekki að snillingurinn ég hafi ekki bara rúllað þessu upp og fengið 100% rétt! 


Bara svona ef þið silduð ekki trúa mér :)


Eigið góða helgi elskurnar og ekki fara ykkur að voða í veður ofsanum heima!  3 comments:

 1. Frábært hjá þér. Til hamingju !

  ReplyDelete
 2. Æðislegt að heyra, allt að gerast hjá þér :D

  ReplyDelete
 3. Hehe þú ert nú meiri snillingurinn! 100% rétt :)
  Gott að heyra hve gengur vel ;) Vertu dugleg að blogga & leyfa okkur að fylgjast með <3

  ReplyDelete