Monday, February 25, 2013

Smá update

Undan farin vika er búin að vera vægast sagt viðburða rík og skemmtileg. 

Það gegnur vel að sjá um stelpurnar. Ég er alveg að detta inn í rútínuna hjá þeim og það hefur lang fest gengið vel hingað til. Foreldrarnir, Cecilia og Fred, eru búin að vera algjört æði og vilja allt fyrir mig gera. Mér hefur gengið frekar illa að finna mér söngkennara og þau hafa boðist til þess að breyta vinnutímanum mínum að einhverju leyti til þess að reyna að auðvelda mér það. Vonadi verður ekki af því en það er virkilega gott að vita að það sé valmöguleiki. 

Næst á dagskrá hjá mér er að sækja um skóla. Ég verð að taka 6 einingar yfir árið og ákvað að nýta þær í píanónám í einum af háskólunum á svæðinu og jafnvel mögulega byrjenda tíma á gítar. 

Ég átti góða helgi og fékk smá túr af San Francisco sem var æðislegt og svo kynntist ég nokkrum stelpum sem eru líka au pairar á svæðinu. Mér líst rosalega vel á þær og er ánægð með að hafa loksins einhvern til þess að hitta á kvöldin og um helgar :) 

Ég fór um daginn og sótti um social security tölu sem ætti að koma í næstu viku og þá get ég farið og tekið ökuprófið, bæði skriflegt og verklegt, og stofnað bankareikning. Mér gengur ágætlega að aðlagast lífinu hérna en sakna fólksins míns alveg rosalega. 


Saturday, February 16, 2013

Driving Miss Daisy

Ég byrjaði daginn á smá skype spjalli við Svennann minn, sem var æðislegt. Svo voru Hrönn og Ísleifur í heimsókn þannig að ég fék óvænt skype spjall við þau líka sem var virkilega skemmtilegt. Þvílíkt sem skype er búið að hjálpa mér undanfarnar vikur, held bara að ég gæti þetta ekki án þess! 

En í dag fór ég í fyrstu sóló ökuferðina mína. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi staðið mig frekar vel og viltist bara einu sinni þegar ég var ekki að nota GPSið í símanum mínum. Ég komst allavega fram og til baka heil á húfi! 

Ég byrjaði á að fara í moll. Hver hefði getað gískað á að það yrði fyrsta stopið mitt!?! ;) Svo var ég alveg hrikalega heppin að lenda á líka þessari fínu útsölu, þannig að ég varð nú að versla mér nokkrar flíkur!! Ekki leiðilegt að geta keyrt í 10 mínutur og skroppið í Forever 21 og H&M að versla. Ég kíkti næst í Target og verlaði mér nokkrar nauðsynjar þar. Svo lá leiðin heim og ég er frekar stolt að segja að ég þurfti ekki að nota GPSið til þess að komast þangað frá Target. Viltist reyndar einu sinni, en var það klár að ég gat reddað mér aftur á rétta leið! 

Á morgun ætlar öll fjölskyldan að kíkja til San Francisco. Ég er virkilega spennt fyrir því og hlakkar til að kynnast borginni betur á árinu. Ég er líka orðin virkilega spennt fyrir því að byrja í einhverjum áföngum til þess að kynnast einhverju fólki. Finn alveg fyrir því að mig vanti smá vinahóp hérna úti. Eins mikið og mér finnst fjölskyldan vera yndiseg þá vantar mér að geta brotið aðeins upp á daginn og gert eitthvað með öðrufólki og líka bara að komast aðeins út úr húsi. 

En ég ætla að enda þetta með því að deila með ykkur mynd sem var tekin af okkur stelpunum fyrsta daginn minn. 



Eins og þið sjáið eru þær algjörar dúllur!


Bestu kveðjur þangað til næst  :*












Thursday, February 14, 2013

Flyin' solo!

Fyrsti dagurinn sem ég var ein með stelpurna gekk bara virkilega vel. Ég var svoldið hrædd um að þetta yrði of mikið fyrir mig en eftir daginn er ég töluvert öruggari með sjálfa mig.

Við fórum á rólovöll, bjuggum til valentínusardags kort fyrir allar ömmur og afa og foreldranna, borðuðum hádegis matinn okkar úti á palli, lásum saman og skemmtum okkur mest allan daginn. Ég er allavega sátt með daginn og sem betur fer eru foreldrarnir það líka. Þau þökkuðu mér allavega mjög vel fyrir og sögðust vera ánægð með það sem ég væri að gera.

Á morgun er annar dagurinn okkar saman og þá eru Serena og Claudia í skólanum fyrir hádegi þannig að það verður ekki alveg jafn mikið að gera. Ég held að stelpurnar séu að taka mér alveg ágætlega. Serena sem er elst á kannski í mestum erfiðleikum með það að mamma hennar sé ekki engur með þeim allan daginn en hún jafnar sig á því hægt og rólega. 

Heimþráin minnkar aðeins með hverjum deginum eins og er, það gæti svo vel verið að hún skjótist aftur upp en það er bara partur af ævintýrinu. Ég hringdi í ömmu Unni í dag til þess að óska henni ti hamingju með afmælið, það var rosalega gott að heyra í henni og gerði daginn örlítið betri. 

Ég ætla að fara aðeins og verlsa um helgina og kynnasts svæðinu betur svo ætlum við að fara öll fjölskyldan til San Francisco og skoða okkur aðeins um og njóta. Svo á mánudaginn kemur konan frá AuPairCare sem sér um alla au paira á mínu svæði. Hún er að koma til þess að taka stöðuna á okkur og sjá hvernig gegnur. Hún ætlar líka að hjálpa mér að velja mér einhverja áfanga til þess að taka. Ég verð að ljúka við ákveðinn fjölda eininga á háskólastigi til þess að klára prógramið sem ég er í. Sem auðveldar mér svo að fá aftur visa leyfi í Bandaríkjunum seinna meir. Þannig að það er helling til þess að hlakka til um helgina! 

Monday, February 11, 2013

Fyrsti dagurinn i Sunnyvale

Loksins er eg komin a leidar enda!! 

Eg lenti i New York fyrir viku og er buin ad eyda vikunni a namskeidi sem allir au pair thurfa ad fara a. THad var virkilega skemmtilrgt og fraedandi, vid laerdum t.d. skydihalp a bornum, barna nudd og barna taknmal. Vid fnegum lika gott taekifaeri til thess ad skoda okkur um i borginni og fengum eitt kvoldid ad fara ekta turistaferd med fararstjora thvers og kruss um hana. 

Eg atti ad flugja afram til Kaliforniu sidast lidin fostudag en thvi midur skall a frekar stor snjostormur thannig ad thad var ekki flogid utur New York fyrr en a sunnudeginum og sem betur fer (eftir toluvert vesen) komst eg i flug. Med upprunalega fluginu medtoldu var eg alls bokud a sex flug sem ollum var frestad nema thvi sem eg flaug svo med vestur i gaer. 

Eg er buin ad koma mer agaetlega fyrir og likar vel vid folkid. Stelpurar hafa tekid mer alveg agaetlega vel svona a fyrsta degi sem er virkiega skemmtilegt. Dagurinn i dag var frekar annasamur, en samt rosalega godur. Eg nadi ad tala adeins vid mommu og pabba og Svenna og svo adeins vid Unni lika sem var aedislegt. Eg er med dagodan skammt af heimthra eins og er en eg er viss um ad hun lagist med timanum. 

Eg keyrdi i fyrsta skipti i kvold. Eg og Cecilia, mamman, keyrdum i BestBuy ad kaupa nyja tolvu handa mer. Mer tokst held eg agaetlega til og er bara mjog jakvaed med aksturinn. En eins og eg sagdi tha keypti eg mer nyja fartolvu sem er alveg rosalega anaegd med! Hun er med snertiskja og er alveg rosalega fin. 

Allt i allt er dagurinn buin ad vera rosalega finn en frekar langur thannig ad thad er longu kominn timi a svefn! En mig langar ad syna ykkur adeins hvernig litla ibudin min lytur ut. 









Eins og thid sjaid er hun bara litil og saet, thad fer allavega agaetlega um mig herna. 

Thangad til naest! 

Johanna Maria Kristinsdottir