Sunday, March 24, 2013

Syngjandi hér ... Syngjandi þar

Þá er ég búin að vera hérna úti í akkúrat einn og hálfan mánuð! Hrikalega líður tíminn hratt!! Eins og mér finnst rosalega frábært að vera hérna þá er einhver huggun í því að vita að tíminn líði svona hratt. Mér líður vel og allt það en mig ég er samt svo rosalega spennt fyrir því að fara aftur heim!

Mér gengur rosalega vel og er alltaf að bæta mig hérna. Ég er farin að keyra lengra og meira, ég er farin að rata svo til allt, mér gegnur virkilega vel með stelpurnar og það er allt einhvernvegin að ganga upp.

Ég fór um daginn til San Francisco og kaus í Alþingiskosningunum sem var mjög gaman. Ég eyddi dágóðum tíma í það að rölta um borgina og skoða mig um. San Franciso er mjög skemmtileg borg og það er ótrúlega margt hægt að gera þar. Ég mæli samt ekki með því að vera mikið á röltinu þarna ein/n þar sem að það er mikið af stór furðulegu fólki þar.

Eftir langa og erfiða leit fann ég loksins söngkennara! Ég fór í fyrsta tíman til hennar þriðjudainn 12. mars og leist ekki beint á bikuna. Mér fannst erfitt að algjörlega ókunnug manneskja væri að segja mér þetta og hitt um það sem væri að röddinni minni. Hún fór líka svoldið illa í það svona fyrir fyrsta tímann, gerði of mikið úr því sem er að og sleppti því alveg að hrósa mér fyrir það sem er gott. En ég ákvað að ég skildi gefa henni annan séns og sé ekki eftir því. Ég fór í tíma tvö til hennar viku seinna og þá var sagan allt önnur. Hún tók aðeins meiri tíma í að hlusta virkilega á mig og hún sagðist ver hrifin af því sem hún heyrði þannig að ég get ekki verið annað en sátt. Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram hjá henni. Mér finnst virkilega erfitt að breyta um kennra vegna þess að ég er svo vön því sem ég hef verið að gera undanfarin ca. 8 ára. En ég held að það sé bara holt að stíga aðeins út úr þæginda rammanum og prófa eitthvað nýtt.

Ég fór í dag og hitti nokkra af hinu au pairunum á svæðinu og eignaðist nokkrar nýjar vinkonur sem er bar gaman. Mig er búið að vanta einhvern til þess að gera hluti með, en það er allt að koma. Maður þarf bara að muna að vera þolinmóður og minna sig á að þetta kemur allt með tímanum :) ..




1 comment:

  1. Gott að heyra að gengur vel, vertu líka dugleg að gera skemmtilega hluti :*

    ReplyDelete