Monday, April 8, 2013

Skóli

Jæja þá er ég loksins byrjuð í skólanum!! 

Skólinn heitir De Anza Community Collage og er einn stærsti skólinn á svæðinnu. Ég fór í fyrsta tíman minn í kvöld sem var bara æðislegt. Ég er skráð í tvo tíma, byrjenda píanó og byjenda gítar. Með þessum tímum næ ég að klára allar námskröfur, sem eru 6 einingar eða 60 klukkutímar. Báðir tímarnir eru 36 klukkutímar þannig að ég er á góðu róli.

Píanó tíminn í dag var eiginlega allt of auðveldur en ég hef bara gott af því að byrja algjörlega frá byrjun. Það er svo langt síðan ég spilaði eitthvað að viti þannig að það er rosalega gaman að sitja og glamra aðeins.

Ég keypti mér gítar um daginn og er búin að vera að leika mér aðeins með hann. Kann  hingað til heila tvo hjóma!! C og G dúr eru bestu vinir mínir þessa stundina. Ég ætla að vera alveg hrikalega dugleg að æfa mig þannig að ég verði reddí í útilegu fjör sumarið 2014 :) 

Annars gengur allt bara rosalega vel og allt gott að frétta af mér. Ekkert sérstakt að gerast annað en skólinn eins og er og allt bara að ganga eins og í sögu.