Thursday, February 14, 2013

Flyin' solo!

Fyrsti dagurinn sem ég var ein með stelpurna gekk bara virkilega vel. Ég var svoldið hrædd um að þetta yrði of mikið fyrir mig en eftir daginn er ég töluvert öruggari með sjálfa mig.

Við fórum á rólovöll, bjuggum til valentínusardags kort fyrir allar ömmur og afa og foreldranna, borðuðum hádegis matinn okkar úti á palli, lásum saman og skemmtum okkur mest allan daginn. Ég er allavega sátt með daginn og sem betur fer eru foreldrarnir það líka. Þau þökkuðu mér allavega mjög vel fyrir og sögðust vera ánægð með það sem ég væri að gera.

Á morgun er annar dagurinn okkar saman og þá eru Serena og Claudia í skólanum fyrir hádegi þannig að það verður ekki alveg jafn mikið að gera. Ég held að stelpurnar séu að taka mér alveg ágætlega. Serena sem er elst á kannski í mestum erfiðleikum með það að mamma hennar sé ekki engur með þeim allan daginn en hún jafnar sig á því hægt og rólega. 

Heimþráin minnkar aðeins með hverjum deginum eins og er, það gæti svo vel verið að hún skjótist aftur upp en það er bara partur af ævintýrinu. Ég hringdi í ömmu Unni í dag til þess að óska henni ti hamingju með afmælið, það var rosalega gott að heyra í henni og gerði daginn örlítið betri. 

Ég ætla að fara aðeins og verlsa um helgina og kynnasts svæðinu betur svo ætlum við að fara öll fjölskyldan til San Francisco og skoða okkur aðeins um og njóta. Svo á mánudaginn kemur konan frá AuPairCare sem sér um alla au paira á mínu svæði. Hún er að koma til þess að taka stöðuna á okkur og sjá hvernig gegnur. Hún ætlar líka að hjálpa mér að velja mér einhverja áfanga til þess að taka. Ég verð að ljúka við ákveðinn fjölda eininga á háskólastigi til þess að klára prógramið sem ég er í. Sem auðveldar mér svo að fá aftur visa leyfi í Bandaríkjunum seinna meir. Þannig að það er helling til þess að hlakka til um helgina! 

1 comment:

  1. Gott að heyra að það gengur vel. Ekki það að maður hafi búist við öðru :)

    ReplyDelete