Tuesday, December 11, 2012

Ævintýrið mitt!


Jæja! Þá er komið að því! 

Fyrir þá sem ekki vita er ég búin að velta því fyrir mér í þó nokkurn tíma að gerast au pair. Mig langar til þess að prófa eitthvað nýtt og spennandi og breyta aðeins til. Ferlið byrjaði í raun hjá mér í sumar en eins og mér einni er lagið frestaðist öll pappírsvinnan fram að síðustu stundu og ég lauk ekki við umsóknina fyrr en í byrjun nóvember! Ég fór í viðtal hjá starfsmanni Nínukots henni Bjarney, sem er svo sannarlega búin að vera mér innann handar í einu og öllu. Í viðtalinu sagði hún mér að líklegast væri að það tæki dágóðan tíma að vinna úr gögnunum mínum úti í Bandaríkjunum og að ég ætti ekki að gera mér of miklar væntingar um að komast út á þeirri dagsetningu sem ég var búin að velja mér, 9. janúar. Ég fór í smá panik og hélt að það þýddi að ég yrði ekki komin út fyrr en einhverntíman í vor og var ekki alveg nógu ánægð með það. En ákvað samt að hugsa bara jákvætt og reyndi að sannfæra mig um að það væri svo sem alveg sama hvenær ég kemist út bara að ég kæmist þangað á endanum. En svo líða ekki nema ca. 10 dagar (sem er ásættanlegt þegar að ég hélt það myndi líða allavega mánuður) þangaði til að starfsmaður AupairCare hefur samband við mig. Við töluðum saman í gegnum Skype, en hún vildi bjóða mér að taka þátt í sérstöku prógrami hjá þeim. Í því myndi ég sérhæfa mig í því að hugsa um ungabörn (0-2 ára). Í fyrstu var ég ekki viss hvort ég ætti að taka því, ég hafði nefnilega alltaf hugsað mér að ég myndi sjá um krakka á skóla aldri. En ég ákvað svo bara að slá til. 

Það liðu ekki nema ca. tveir tímar frá því að ég talaði við fulltrúa AupairCare og að fjölskyldan mín hafði samband við mig. Við hittumst þrisvar í gegnum Skype en sendum líka nokkra tölvupósta á milli. Ég fann það strax að mér líkaði vel við þetta fólk. Fjölskyldan samanstendur af mömmunni, Cecilia, og pabbanum, Fred. Þau eiga þrjár litlar stelpur. Serena er ca. fjagra og hálfs, Claudia er tveggja ára og Alice er aðeins þriggja mánaða. Þau búa í Sunnyvale sem er í Kaliforníu fylki. En Sunnyvale er rétt hjá San Francisco og San Jose. Þetta var eina fjölskyldan sem ég talaði við. Í fyrsta lagi vegna þess að mér fannst þau algjört æði alveg frá byrjun og í öðru lagi vegna þess að þetta var drauma staðsetningin mín. Kalifornía! Ég var ótrúlega heppin að fá fjölskyldu eins fljótt og ég gerði, en það er mjög sjaldgæft að ferlið virki svona hratt fyrir sig. Við ákváðum eftir þriðja Skype hittinginn að við ættum samleið og þau báðu mig um að koma til þeirra í byrjun febrúar. Þetta seinkaði mínum áætlunum um mánuð en ég kvarta seinnt yfir því að fá að eiða meiri tíma með fölskyldunni minn og vinum áður en ég fer út! 

Við höfum verið í góðu sambandi í gegnum tölvupóst frá því að þau báðu mig um að koma út. Þau hafa sennt mér myndir af stelpunum og sagt mér frá því hvað þau hafa verið að gera frá því að ég heyrði í þeim síðast. Ég fékk svo póstkort frá þeim um daginn sem mér þótti mjög væntum. Ég hef að sjálfsögðu sagt þeim frá því helsta sem er að gerast hjá mér hérna heima og er að plana skemmtilegann óvæntan glaðingi til þess að senda þeim um jólinn. 

Þar sem ég veit að ég á eftir að sakna fjölskyldu minnar og vina óendanlega mikið og efa ekki að þið eigið allaveg eftir að sakna mín smá, þá langar mig til þess að halda uppi þessu bloggi þannig að þið getið öll séð hvað á daga mína drífur á meðan ég er úti í þessu ævintýri mínu! Þangað til að ég fer út (sem verður 4. febrúar) ætla ég að reyna að skrifa hér inn reglulega til þess að það komist á vana og einfaldlega svo að þið missið ekki af neinu sem varðar undirbúning þessa stóra og skemmtilega ævintýris! 

-Jóhanna María

P.S. Mér þætti rosalega væntum að þú myndir kvitta fyrir komuna svo ég viti hverjir eru að fylgjast með :) 











3 comments: